68 milljónir í 13 verkefni

Undanfarin sex ár, eða frá árinu 2017, hefur sjóðurinn veitt …
Undanfarin sex ár, eða frá árinu 2017, hefur sjóðurinn veitt alls 71 styrk til 41 mismunandi rannsókna. Aðsend mynd

Úthlutað var 13 styrkjum úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins í gær að upphæð 68 milljóna króna, þar af fjögurra nýrra verkefna og níu sem áður hafa fengið styrk úr sjóðnum. Alls bárust 28 umsóknir. Þetta segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.

Undanfarin sex ár, eða frá árinu 2017, hefur sjóðurinn veitt alls 71 styrk til 41 mismunandi rannsókna. Samsvarar það upphæð að andvirði 384 milljóna króna.

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður 16. desember 2015 og er tilgangur sjóðsins að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga, að því er segir í tilkynningunni.

Styrkþegana og verkefnin má finna hér:

  • Berglind Ósk Einarsdóttir hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk MITF í hindrun ónæmissvars sortuæxla.
  • Erna Magnúsdóttir hlýtur 4.793.400 kr. styrk fyrir verkefnið BLIMP1 miðluð stjórnun á frumuhring í Waldenströmsæxlum.
  • Guðrún Valdimarsdóttir hlýtur 5.400.000 kr. styrk fyrir verkefnið Æxlingar úr brjóstakrabbameinssjúklingum meðhöndlaðir með æðaþelssértækum sameindalyfjum - Samanburður á frumæxlum og meinvörpum í ólíkum undirgerðum brjóstakrabbameins.
  • Margrét Helga Ögmundsdóttir hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Sjálfsát í krabbameinum: Greining á spendýrasértæku hlutverki ATG7.
  • Sigurður Yngvi Kristinsson hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Klínískt notagildi frumuflæðisjárrannsókna í forstigum mergæxlis og áhrif nærumhverfis mergæxlisfrumna á sjúkdómsframvindu.
  • Georgios Kararigas hlýtur 5.269.760 kr. styrk fyrir verkefnið Áhrif nýju curcúmín afleiðunnar C66 á hjartavöðvakvilla af völdum doxórúbicíns.
  • Rósa Björk Barkadóttir hlýtur 3.294.778 kr. styrk fyrir verkefnið Meinvaldandi áhrif BRCA1 c.4096+3A>G könnuð í frumulíkönum.
  • Þórhildur Halldórsdóttir hlýtur 5.554.080 kr. styrk fyrir verkefnið Seinkun aldursklukkunnar: Dregur ljósameðferð úr flýttri líffræðilegri öldrun hjá konum eftir brjóstakrabbameinsmeðferð?
  • Pétur Orri Heiðarsson hlýtur 5.990.087 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk óreiðusvæða í starfsemi MITF umritunarþáttari.
  • Guðmundur Hrafn Guðmundsson hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Ónæmisstyrking gegn hitatengdri daufkyrningafæð án sýklalyfja.
  • Tómas Guðbjartsson hlýtur 1.920.000 kr. styrk fyrir verkefnið Nýjungar í skurðmeðferð lungnakrabbameins á Íslandi.
  • Valur Emilsson hlýtur 5.878.175 kr. styrk fyrir verkefnið Vensl sermispróteina við þekkt og ný tilfelli krabbameina.
  • Valtýr Stefánsson Thors hlýtur 5.647.397 kr. styrk fyrir verkefnið Ónæmissvar barna eftir krabbameinsmeðferð - hvernig og hvenær er rétt að bólusetja?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert