Aukið umferðareftirlit yfir helgina

Aukið eftirlit lögreglu verður með umferðinni yfir helgina
Aukið eftirlit lögreglu verður með umferðinni yfir helgina mbl.is/Kristinn Magnússon

Aukið umferðareftirlit verður víða á landinu yfir hvítasunnuhelgina en óvenju þung umferð hefur verið síðdegis í dag þar sem margir landsmenn hafa lagt af stað í ferðalag.

Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður meira eftirlit með leiðum sem liggja frá og að höfuðborgarsvæðinu en vanalega yfir helgina.

Mesta áherslan verður þó lögð á daginn í dag og mánudag þegar búast má við að flestir verði á ferðinni. Þá megi almennt búast við meira umferðareftirliti um allt land.

Lögreglan mun kanna ástand á ökumönnum, farartækjum og aftanívögnum, og verður meðal annars til athugunar hvort að framlengingarspeglar og annað slíkt standist kröfur.

Þá verða ökumenn á nagladekkjum einnig stöðvaðir þar sem enn eru talsvert margir á negldum hjólbörðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert