„Erum áfram að tala í gegnum málin“

Einar Þorsteinsson, oddviti og borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Einar Þorsteinsson, oddviti og borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. mbl.is/Hákon

„Það er bara fínn gangur í þessu og við erum áfram að tala í gegnum málin,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti og borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is.

Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar munu hittast á laugardagsmorgun og gera ráð fyrir að funda alla helgina, að sögn Einars.

Segist hann ekki vita hvort viðræður muni klárast um helgina eða eftir helgi. Enn séu öll mál til umræðu.

Fyrsti borgarstjórnarfundur nýkjörinna borgarfulltrúa verður haldinn 7. júní en umboð fráfarandi borgarstjórnar rann út á miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert