Fastafloti NATO mættur í Eyjafjörð

Eitt skipanna sést hér sigla inn Eyjafjörðinn.
Eitt skipanna sést hér sigla inn Eyjafjörðinn. Ljósmynd/Aðsend

Sex skip, sem eru hluti af fastaflota Atlantshafsbandalagsins (NATO), hafa verið hér við land og í Eyjafirði á æfingu í dag.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is. en þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tók einnig þátt í æfingunni með skipunum.

Ljósbláu skipin sex, sem sjást hér á myndinni sigla inn …
Ljósbláu skipin sex, sem sjást hér á myndinni sigla inn Eyjafjörðinn, eru hluti af fastaflota Atlantshafsbandalagsins. Skjáskot/Marine Traffic

„Skipin eru núna að kynna sér aðstæður inni í Eyjafirði og halda svo siglingu sinni áfram. Þau eru væntanleg til Reykjavíkur síðar í vikunni,“ segir Ásgeir.

Skipin sex munu síðan taka þátt í eftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose sem fer að þessu sinni að mestu leyti fram við strendur Noregs.

Hér er nærmynd af herskipinu A833 en það er eitt …
Hér er nærmynd af herskipinu A833 en það er eitt þeirra skipa sem nú er í Eyjafirðinum. Ljósmynd/William Hill
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert