Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar

Nýr meirihluti var tilkynntur í gær fyrir fyrsta fund borgarstjórnar …
Nýr meirihluti var tilkynntur í gær fyrir fyrsta fund borgarstjórnar sem fer fram í dag. mbl.is/Óttar

Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Reykjavíkur fer fram í dag klukkan 14:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hægt er fylgjast með fundinum í beinu streymi hér neðar í fréttinni.

Eins og hefur verið greint frá var nýr meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar tilkynntur í gær þar sem meðal annars var tilkynnt að Dagur og Einar muni skipta með sér borgarstjórastólnum á þessu kjörtímabili.

Er það meðal annars eitt af því sem verður tekið fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar í dag en fram í kemur í dagskrá fundarins sem að Dagur B. Eggertsson setti saman að kosning borgarstjóra muni fara fram. 

Meðal þess sem verður tekið fyrir á fundinum er kosning í öll helstu embætti borgarstjórnar, breytingar á deiliskipulagi í Starmýri og úthlutun lóðar og sala byggingarréttar í Einarsnesi.

Beint streymi af fundinum er hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert