Vilja stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar

Mynd frá La Traviata, sem Íslenska óperan sýndi.
Mynd frá La Traviata, sem Íslenska óperan sýndi. Ljósmynd/Aðsend

Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi (Klassís) vill að menningar- og viðskiptaráðherra stöðvi fjárveitingar til Íslensku óperunnar, vegna kjarasamningsbrots óperunnar sem Landsréttur staðfesti gegn Þóru Einarsdóttur nýverið.

„Félagsmenn telja frekari fjárveitingar til sjálfseignarstofnunarinnar ekki réttlætanlegar nema sitjandi stjórn og óperustjóri víki nú þegar. Klassís kallar eftir heilbrigðu og ásættanlegu starfsumhverfi til óperuflutnings á meðan undirbúningur stofnunar Þjóðaróperu stendur yfir,“ segir í ályktun sem fjölmennur félagsfundur samþykkti þann 6. júní.

Ítreka vantraustsyfirlýsingu á óperustjóra

Félagið fagnar dómi Landsréttar en þar var viðurkennt að Íslenska óperan hafi brotið gegn kjarasamningi sem hún gerði við stéttarfélög FÍH (Félag íslenskra hljómlistarmanna) og FÍL (Félag íslenskra leikara) árið 2000.

Klassís ítrekar þá vantraustsyfirlýsingu sína frá 10. janúar 2021 á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. Jafnframt ítrekar Klassís stuðningsyfirlýsingu sína um stofnun Þjóðaróperu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert