Bensínverðið í hæstu hæðum

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Runólfur Ólafsson, segir hækkun bensínverðs „skuggalega …
Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Runólfur Ólafsson, segir hækkun bensínverðs „skuggalega þróun“. mbl.is/Unnur Karen

Bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu kostaði allt að 349,9 kr. í gær samkvæmt vefjunum gasvaktin.is og gsmbensin.is. Fyrir rúmum þremur vikum var hæsta verð 303,8 kr. Þá kostar lítrinn af dísilolíu nú allt að 339,9 kr.

Ódýrasti bensínlítrinn er hjá Costco. Þar er hann á 302,8 kr. en viðskiptavinir þurfa þó að greiða fyrir aðgangskort. Dýrasti bensínlítrinn er hjá Olís í Hrauneyjum, Stykkishólmi, Suðurgötu á Akranesi og í Vestmannaeyjum en á þessum stöðum er lítrinn á 349,9 kr.

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Runólfur Ólafsson, segir hækkunina „skuggalega þróun“. Hann bendir á að í nágrannalöndunum sé verið að reyna að mæta hækkununum með einhverjum hætti en það virðist ekki vera stefnan hér á landi.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert