Neyðarástandi lýst yfir Keflavíkurflugvelli

Vélin lenti á öðrum tímanum í nótt.
Vélin lenti á öðrum tímanum í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rauðu neyðarstigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í nótt þegar Airbus-þota lenti í vandræðum vegna eldsneytis á leið til landsins.

Greint var frá málinu á vef RÚV, þar sem segir að ekki hafi fengist upplýsingar um hvað vandræðin snerust nákvæmlega né hversu alvarleg þau voru. Um var að ræða vél Play sem var að koma frá Malaga á Spáni.

Vélin, með 105 innanborðs lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli klukkan 1.40.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert