Dónalegt að vera ósátt við tillögur spretthópsins

„Við þurfum að vera bjartsýn en samt líka að horfast …
„Við þurfum að vera bjartsýn en samt líka að horfast í augu við raunveruleikann til þess að geta tekið á honum.“ Árni Sæberg

Dónalegt væri að vera ósáttur við aðgerðirnar, sem spretthópur matvælaráðuneytisins kynnti og lúta að stuðningi við bændur, að mati Trausta Hjálmarssonar, formanns Landssamtaka sauðfjárbænda.

Í skýrslu Byggðastofn­un­ar um erfiða stöðu í sauðfjárbúskap, sem kom út 10. júní, kom fram að forsendur sauðfjárbúskapar væru brostnar. Í kjölfarið hafa nokkrir bændur talað um að bregða búi. 

„Þetta gerir klárlega sitt og sauðfjárbændur geta vel við unað að í þessari skýrslu spretthópsins kemur greinilega fram viðurkenning á þeirra vanda.“

„Ég vona að menn ákveði að taka einn snúning í …
„Ég vona að menn ákveði að taka einn snúning í viðbót áður en þeir skera niður bústofninn og fara.“

Líka stuðningur við neytendur

Spretthópurinn hefur lagt til að ríkið styðji við þá bænd­ur sem hafa orðið fyr­ir mestri kostnaðar­hækk­un að und­an­förnu með bein­um styrkj­um og um­bót­um, sem sam­tals nema tæp­um 2,5 millj­örðum.

Hann bendir þó á að styrkirnir séu aðeins veittir einu sinni og komi því aðeins til móts við stöðuna um þessar mundir, en feli ekki í sér langtímalausn. Aftur á móti felist tækifæri í hagræðingarmöguleikum sem kynntir eru, með því að losa um hömlur á afurðastöðvum. Því verði bændur að leggja traust sitt á að þau áform verði að veruleika.

„Þessi stuðningur við bændur núna er líka stuðningur við neytendur. Þetta mun hafa sín áhrif á verðþróun, þannig að verðhækkunin á vörunni verður minni. Það breytir því samt ekki að það er enn mikil hækkunarþörf á lambakjötinu og við þurfum að halda áfram að reyna að leysa þann vanda.“

Það er enn mikil hækkunarþörf á lambakjötinu.
Það er enn mikil hækkunarþörf á lambakjötinu. mbl.is/Golli

Þurfum að hækka verð á afurðum

Trausti kveðst vona að þetta blási bændum byr í brjóst svo þeir endurskoði sínar ákvarðanir um að bregða búi. „Ég vona að menn ákveði að taka einn snúning í viðbót áður en þeir skera niður bústofninn og fara.“

Þetta eitt og sér mun þó ekki koma í veg fyrir brottfall út greininni, að hans mati. „Ef við ætlum að koma í veg fyrir það, þá þurfum við verulega viðbót við þetta með verðhækkunum á afurðum.“

Aðgerðirnar stoppi þannig ekki upp í það gat sem myndast hefur í rekstrarumhverfi sauðfjárbænda. „En þetta hjálpar klárlega til, ég ætla ekkert að draga úr því.“

Trausti Hjálmarsson, formaður Landssamtaka sauðjárbænda.
Trausti Hjálmarsson, formaður Landssamtaka sauðjárbænda. Ljósmynd/Aðsend

Samvinna afurðarstöðva mikilvægt skref

Í skýrslunni er lagt til að heimila afurðarstöðvum að grípa til verkaskiptingar og samvinnu sín á milli. Þetta er mikilvægt skref til lengri tíma litið að mati Trausta. 

„Það þarf að fækka afurðarstöðvunum. Þær eru of margar og of smáar svo þær ráða ekki við það rekstrarumhverfi sem þeim er gert að starfa í.“

Trausti er bjartsýnn fyrir komandi tímum. „Við þurfum að vera bjartsýn en samt líka að horfast í augu við raunveruleikann, til þess að geta tekið á honum.“

Afurðarstöðvum verður gert kleift að vinna saman og skipta með …
Afurðarstöðvum verður gert kleift að vinna saman og skipta með sér verkum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert