Vill halda „brugghúsdaginn“ hátíðlegan

Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lagði til að fimmtándi júni, eða sá sextándi eftir atvikum, verði haldinn hátíðlegur upp frá þessu, til minningar um það að frumvarp sem heimilar brugghúsum smásölu áfengis, verði samþykkt af Alþingi.

Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í þriðju umræðu Alþingis sem verður seinna í kvöld, og því ekki ljóst hvoru megin við miðnætti það fellur en það þykir orðið nokkuð öruggt að stuðningur sé við málið.

Eins og bjórdagurinn

Hildur segir frumvarpið fela í sér lögfestingu á fyrstu glufunni gegn undanþágu íslenska ríkisins frá EES samningnum er varðar einokun á smásölu áfengis.

„Ég held að af þessu tilefni ættum við að ákveða að 15. júní, eða 16. júní eftir atvikum, verði haldinn hátíðlegur, eins og við höfum haldið upp á bjórdaginn frá 1. mars 1988, og kalla hann brugghúsdaginn.“

Þingheimur hló við og heyra má stöku þingmenn kalla „heyr heyr.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert