Líðan slösuðu skipverjanna góð

Tveir eru slasaðir eftir að skútur þriggja keppenda rákust saman.
Tveir eru slasaðir eftir að skútur þriggja keppenda rákust saman.

Líðan tveggja skipverja sem voru um borð í skútu sem fékk á sig högg við strendur Íslands er góð, að sögn Ingvars Björnssonar, framkvæmdastjóra Siglingaklúbbs Austurlands.

Skútan var við strendur Íslands vegna þátttöku sinnar í siglingakeppninni Vendée Arctique, en keppninni var aflýst á föstudagskvöld sökum veðurs.

Þá sé spurning hvort skipstjóri á öðrum bát sem kom í land í dag þurfi á læknisaðstoð að halda. „Skipstjórinn sem kom núna í land er meiddur, en hversu illa veit ég ekki,“ segir Ingvar.

Með takmarkaða stýrigetu

„Stýrið hjá skipstjóranum fór úr sambandi, hann var með takmarkaða stýrigetu á leiðinni í land en gat siglt alla leið sjálfur.

Það eru tveir bátar eftir á landinu og eru svolítið skemmdir, búið er að kalla til kafara og það er komið tækniteymi til þess að meta skemmdir. Þeir sem eru eftir eru í góðum höndum.“

Samkvæmt skýrslu frá keppnisstjóra skemmdist þriðjungur flotans úti á hafi í óveðrinu en 24 bátar tóku þátt í keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert