Banaslysið skoðað frá öllum hliðum

Eggin í Gleðivík Djúpavogi verða sí vinsælli hjá ferðamönnum. Miklar …
Eggin í Gleðivík Djúpavogi verða sí vinsælli hjá ferðamönnum. Miklar framkvæmdir voru á svæðinu á þriðjudag þegar banaslys var. mbl.is/Freyr

Meðal þess sem rannsakað er í tengslum við banaslysið á Djúpavogi á þriðjudag eru aðstæður á slysstað, en í frétt mbl.is í gær kom fram að miklar framkvæmdir hafi verið þar sem slysið átti sér stað og merkingum væri ábótavant.

Eiður Ragnarsson, fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings, sagði í samtali við mbl.is í gær að strax hefði verið hafist handa við úrbætur á eftir slysið.

Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir að hann varð fyrir lyftara á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi á þriðjudag.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, gat ekki gefið mbl.is meiri upplýsingar um hinn látna, að öðru leyti en að hann hafi verið á ferðalagi ásamt ættingja sínum.

Vantaði merkingar á svæðinu vegna framkvæmda þegar slysið var?

„Það er bara eitt af því sem rannsóknin leiðir vonandi í ljós hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa í sameiningu. Slysið og aðdragandi þess er í rannsókn. Vinnueftirlitið kemur að þessu líka og það er verið að skoða þetta frá öllum hliðum,“ segir Kristján Ólafur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert