Jarðskjálfti upp á 4,6

Eiríksjökull.
Eiríksjökull. mbl.is/Sigurður Bogi

Jarðskjálfti, 4,6 að stærð, varð 13,8 kílómetra suður af Eiríksjökli, það er undir Langjökli, klukkan tólf mínútur yfir tíu í kvöld. 

Skjálftinn fannst vel á öllu Vesturlandi, norður í Húnavatnshrepp, á höfuðborgarsvæðinu og allt suður í Rangárþing eystra. Fjöldi eftirskjálfta hafa fylgt í kjölfarið og eru þeir þegar orðnir nokkrir tugir að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. 

Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands varð hann á 3,7 kílómetra dýpi.

Leita þarf aftur til ársins 2015 til að finna viðlíka stóran skjálfta, yfir fjóra á stærð, sem þá varð í Geitlandsjökli. 

Bryndís segir að skjálftar verði af og til á svæðinu og sjaldan svo stórir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert