Kviknaði í atvinnuhúsnæði í Dalshrauni

Það kviknaði í klæðningu hússins.
Það kviknaði í klæðningu hússins. Ljósmynd/Eva Björk

Eldur kom upp í atvinnuhúsnæði í Dalshrauni í Hafnarfirði fyrr í dag en kviknað hafði í klæðningu hússins.

Að sögn varðstjóra aðgerðastjórnar hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst slökkviliðinu tilkynning um svartan reyk og voru allar stöðvar sendar á staðinn.

Þá sagði hann slökkviliðið hafa verið snöggt að ráða niðurlögum eldsins og því varð tjónið ekki meira. Rífa þurfi eitt bil en eldurinn komst ekki í þak húsnæðisins.

Engin slys urðu á fólki en húsið var rýmt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert