Lengsta skipið á Akureyri

mbl.is/sisi

Lengsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins var á Akureyri á laugardag og verður í Reykjavík í dag. Sky Princess er 330 metra langt skip, 140 þúsund tonn, farþegar eru um 2.500 og 1.350 manns í áhöfn. 

„Þetta er glæsilegt skip og komum slíkra fylgir mikið líf í landi,“ segir Pétur Ólafsson hafnarstjóri á Akureyri. Heimahöfn Sky Princess er í Southampton á Englandi þaðan sem siglt var til Noregs og svo Íslands í tólf daga túr. Skipið kemur aftur til Akureyrar síðar í júlí.

Sky Princess er næststærsta skip sem komið hefur til Akureyrar, vegur þó 20 þúsund tonnum minna en MSC Meraviglia, sem var á Akureyri 2018. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert