Óhagstæð vindátt bar skýið frá Nesjavöllum

Gildi brennisteinsvetnis fór þó aldrei yfir reglugerðarmörk.
Gildi brennisteinsvetnis fór þó aldrei yfir reglugerðarmörk. mbl.is/ Sigurður Bogi

Styrkur brennisteinsvetnis í Lambhaga í Úlfarsárdal fór í 125 míkrógrömm á rúmmetra í um það bil 10 mínútur í morgun. Gildi fóru aldrei yfir reglugerðarmörk, ef miðað er við reglugerð sem gildir á iðnaðarsvæðum, aö sögn Breka Logasonar, upplýsingafulltrúa hjá Orku náttúrunnar.

Brenni­steinsvetni jókst skyndi­lega í and­rúms­loft­inu við Grens­ás­veg klukk­an tíu í morg­un og færðist hún svo yfir Lambhaga í Úlfarsár­dal um há­deg­is­bil. Ljóst er nú að hún barst frá Nesjavallavirkjun. 

Óhagstæð vindátt

Á þessum tíma var norðaustan átt og því óhagstæð vindátt og líklegast að brennisteinsvetnið hafi borist frá Nesjavöllum,“ segir í svari Breka.

Hann segir lofthreinsistöðina við Hellisheiðarvirkjun vera á fullum afköstum. Hún dæli þannig niður um 53 prósent af brennisteinsvetninu, en stefnt er að því að sú tala verði komin upp í níutíu og fimm fyrir árslok 2030. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert