Glúmur og Karl Gauti sóttu um í Rangárþingi ytra

Meðal umsækjenda eru Glúmur Baldvinsson og Karl Gauti Hjaltason.
Meðal umsækjenda eru Glúmur Baldvinsson og Karl Gauti Hjaltason. Samsett mynd

Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra en fimm þeirra drógu umsóknir sínar til baka.

Meðal umsækjenda eru Glúmur Baldvinsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður. Þeir hafa báðir sótt um stöðu bæjarstjóra Hveragerðis og þá hefur Glúmur sótt um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ.

Heildarlista þeirra sem sóttu um stöðuna í Rangárþingi ytra má sjá hér fyrir neðan:

  • Ari Jóhann Sigurðsson – Sérkennari
  • Edda Jónsdóttir – Teymisstjóri
  • Gabríel Snær Ólafsson – Sundlaugarvörður
  • Glúmur Baldvinsson – Leiðsögumaður
  • Harpa Rún Kristjánsdóttir – Útgáfustjóri
  • Helgi Jóhannesson – Lögmaður
  • Jón Eggert Guðmundsson – Kerfisstjóri
  • Jón G. Valgeirsson – Fyrrverandi sveitarstjóri
  • Karl Gauti Hjaltason – Fyrrverandi þingmaður
  • Kári Rafn Þorbergsson – Atvinnurekandi
  • Konráð Gylfason – Framkvæmdastjóri
  • Kristrún Einarsdóttir – Fyrrverandi starfsmannastjóri
  • Kristrún Elsa Harðardóttir – Lögmaður
  • Lilja Einarsdóttir – Fyrrverandi sveitarstjóri
  • Ragnhildur Ragnarsdóttir – Ráðgjafi
  • Sigurður Sigurðsson – Sjálfstætt starfandi
  • Tómas Ellert Tómasson – Yfirverkfræðingur
  • Valdimar Ó. Hermannsson – Fyrrverandi sveitarstjóri
  • Vigdís Þóra Sigfúsdóttir – Lögfræðingur
  • Örvar Þór Ólafsson – Framkvæmdastjóri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert