Á ferðalagi um Austurlandið í moldroki

Karen hefur heimsótt ýmsa staði á Austurlandi í dag.
Karen hefur heimsótt ýmsa staði á Austurlandi í dag. Ljósmynd/Aðsend

Karen Kjartansdóttir er á ferðalagi um Austurlandið ásamt fjölskyldu sinni og segir moldrok hafa verið víða á þeim stöðum sem hún heimsótti í dag.

„Við vorum að færa okkur núna í Hallormsstaðaskóg og erum svona inni á milli trjánna þannig að það er meira logn en kannski ekki jafn fallegt skyggni og oft. Það er moldrok en það fer ekki eins mikið fyrir því af því að maður er svona í gróðrinum,“ segir Karen í samtali við mbl.is.

Moldrok er í Hallormsstaðaskógi.
Moldrok er í Hallormsstaðaskógi. Ljósmynd/Aðsend

Þakkaði fyrir að vera ekki í bænum

Karen heimsótti ýmsa staði á Austurlandi í dag og segir hún daginn hafa lofað góðu.

„Við komum frá Djúpavogi í morgun og komum við á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, þar var bara bjart yfir og fallegt og dagurinn lofaði voðalega góðu. Ég var hin kátasta, bar á mig sólarvörn og þakkaði mínu sæla fyrir að vera ekki í bænum.

Breiðdalsvík.
Breiðdalsvík. Ljósmynd/Aðsend

„Við fórum svo í gegnum Fáskrúðsfjörð og komum aðeins við á Reyðarfirði, þar var dálítið hvasst en bjart yfir.“

Karen þakkaði sínu sæla fyrir að vera ekki í bænum.
Karen þakkaði sínu sæla fyrir að vera ekki í bænum. Ljósmynd/Aðsend

Moldrok á Egilsstöðum og Seyðisfirði

Fjölskyldan ákvað að halda ferðinni áfram og fór á Egilsstaði. Þar var þó verið dimmt yfir og dálítið moldviðri.

„Þannig að við hugsuðum að það væri vænlegra að fara á Seyðisfjörð en þar var líka svo svakalegt moldrok,“ segir hún.

„Við ætlum svo að skella okkur á Borgarfjörð eystra á morgun í Dyrfjallahlaupið þannig að ég hlakka til að sjá aðstæður þar,“ segir Karen að lokum.

Moldrok á leið til Seyðisfjarðar.
Moldrok á leið til Seyðisfjarðar. Ljósmynd/Aðsend
Egilsstaðir.
Egilsstaðir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert