„Alltaf smá óvissa hvort ég sé með eða muni fá sjúkdóm“

Gunnlaugur Pétursson, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, segir eðlilegt að áhyggjur af heilsufari komi upp í huga fólks á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Það sé óhjákvæmilegt að forðast öll veikindi og sjúkdóma yfir ævina sem er ákveðið óvissustig sem flestir hafa sætt sig við.

„Áhyggjur af heilsu koma upp hjá okkur öllum stundum en það sem maður vill passa til þess að það verði ekki að vandamáli er að detta ekki út í þessi ýktu viðbrögð; að þurfa að útskýra öll möguleg einkenni sem ég finn,“ útskýrir Gunnlaugur sem fer annars vegar yfir muninn á eðlilegum áhyggjum af heilsufari og hins vegar heilsukvíða. 

Gunnlaugur er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálaþætti dagsins. Þar ræða þau um heilsukvíða, einkenni, meðferð og forvarnir í þeim efnum en heilsukvíði er stöðugt vaxandi vandamál á Íslandi.

Þáttinn í heild sinni má horfa á eða hlusta á með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert