Heilbrigðiskerfið þurfi að miða meðferð að orsök

Grímur Atlason telur heilsugæsluna vanta fjölbreyttari meðferðir fyrir fólk geðræn …
Grímur Atlason telur heilsugæsluna vanta fjölbreyttari meðferðir fyrir fólk geðræn vandamál. mbl.is/Golli

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir mál sem mbl.is greindi frá á miðvikudag endurspegla það hvernig heilbrigðiskerfið miðar meðferðir frekar að einkennum þeirra sem glíma við geðrænan vanda heldur en orsök þess.

Hann telur einnig að skortur sé á sálfræðilegri þjónustu á heilsugæslum landsins, en í umræddu máli þurfti kona á höfuðborgasvæðinu að fara á Kópasker til þess að fá aðstoð þegar hún upplifði sjálfsvígshugsanir. 

Ætti ekki að vera eina leiðin til að fá hjálp

Geðdeildir eru lokaðar á sumrin og að sögn Gríms er erfitt að komast að hjá sálfræðingum þannig að fólk leiti til lækna.

Það eru sál­fræðing­ar á heilsu­gæsl­unni, en þeir verða að vera fleiri og það þarf líka fólk með fjölbreyttari mennt­un og reynslu sem get­ur aðstoðað fólk sem glím­ir við geðræn­ar áskor­an­ir,“ seg­ir Grím­ur, en hann bæt­ir við að iðjuþjálf­ar geti t.d. oft reynst vel þótt þeir starfi eins og er ekki á heilsugæslunni. 

Úthlutað neyðinni yfir á þriðja aðila

Hann segir grunnvandamálið liggja í því að ríkið setji of lítið peningaframlag í geðheilbrigðismál, en það kom einnig fram í skýrslu ríkisendurskoðunar í apríl að geta stjórn­valda til að tryggja þjónustu er und­ir vænt­ing­um. 

„Við sem samfélag veltum gjarnan meðferð við vanda fólks til frjálsra félagasamtaka á borð við Píeta samtökin og SÁÁ, en þótt þau séu frá­bær þá þarf hið opinbera að reka heilbrigðisþjónustu hvert fólk getur leitað í neyðartilvikum eins og þegar um sjálfsvígshugsanir er að ræða."

Þörf á fjölbreyttari meðferðum

Grím­ur seg­ir þetta vera dæmigert mál þar sem horft er til einkenna á vanda viðkomandi frekar en orsaka vandans og mjög takmörkuð meðferð í boði: „Eins og þessi dæmi­saga sýn­ir þá bíður fólk lengi eftir þjónustu þegar það leitar til heilsu­gæsl­unn­ar, en fær þar 10 mín­útna viðtal og viðbót á lyfj­um sem eiga að draga úr ein­kenn­um, það vant­ar fleiri fagstéttir þar og fjöl­breytt­ari meðferð."

Geðhjálp lagði til 9 aðgerðir til að setja geðheilsu í for­gang og hægt er að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um þær á vefsíðunni 39.is,en Grím­ur seg­ir sam­tök­in leggja m.a. megin­á­herslu á að efla heilsu­gæslu­na sem fyrsta stopp og að þangað eigi fólk að geta leitað á öllum tímum sólarhringsins m.a. í neyðartilfellum. 

Mik­il­vægt að segja frá líðan sinni

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.  

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert