Búið að opna flesta hálendisvegi

Nokkrir slóðar í kringum Kerlingafjöll eru enn lokaðir.
Nokkrir slóðar í kringum Kerlingafjöll eru enn lokaðir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Búið er að taka akstursbann af flest öllum hálendisvegum þetta árið nema nokkrum slóðum í kringum Kerlingafjöll og vegi F909 (Snæfell – Vatnajökull).

Vegur F910 frá Sprengisandi (F26) að Dreka er einnig enn ófær ásamt Jökulhálsinum (570). Búast má við að þessar leiðir verði færar síðari í þessari viku.

„Ef vegur er merktur ófær er ekki hægt að fara hann nema á stórum jeppum og gott er að kanna hjá tryggingafélagi eða bílaleigu hvort bílinn sé tryggður við þær aðstæður,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert