Breikkun vegar á undan áætlun

Svona leit Suðurlandsvegur út á milli Hveragerðis og Selfoss fyrir …
Svona leit Suðurlandsvegur út á milli Hveragerðis og Selfoss fyrir um ári síðan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdir við annan áfanga breikkunar Suðurlandsvegar, milli Hveragerðis og Selfoss, ganga framar vonum. Umferð verður hleypt á helming kaflans strax í ágúst og verkið verður að mestu tilbúið fyrir áramót. Þetta upplýsir Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri hjá verktakanum ÍAV, í viðtali á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Samkvæmt verksamningi ættu lok verksins að vera í lok september 2023 en starfsmenn ÍAV stefna að því að ljúka stærstum hluta verksins fyrir áramótin næstu. Hugsanlega verði þó einhver frágangur eftir. Ágúst segir að helstu vafaatriðin snúi að brúarsmíði á vegarkaflanum en vegagerðinni sjálfri verði örugglega lokið.

Vegfarendur geti farið að hlakka til

Byggja þarf fimm brýr í þessu verki og er framkvæmdum lokið við þrjár þeirra. Það eru tvær brýr yfir Gljúfurholtsá og undirgöng við Þórustaði, við námuna í Ingólfsfjalli. „Við erum líka búnir að reisa tvenn reiðgöng og búnir að steypa upp undirgöngin við Kotströnd en erum að slá upp fyrir brúarplötunni núna. Svo erum við búnir að steypa einn vegg af fjórum í brú yfir Bakkárholtsá,“ segir Ágúst.

Hann segir að vegfarendur geti farið að hlakka til, því í ágúst verði umferð hleypt á stóran hluta nýja vegarins frá Kirkjuferjuvegi að nýja hringtorginu við Selfoss. „Við opnum þennan hluta vegarins vonandi seinni hlutann í ágúst.“

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert