Kaupa notaða bíla og greiða út í hönd

Löng bið er eftir nýjum bílum frá framleiðendum ytra.
Löng bið er eftir nýjum bílum frá framleiðendum ytra. mbl.is/Sigurður Bogi

Margar samverkandi ástæður, sem flestar eiga sér á einhvern hátt rót í þeim lokunum sem giltu í heimsfaraldri, ráða því að framboð á notuðum bílum er takmarkað um þessar mundir en salan jafnframt mikil. Þetta segja bílasalar í samtali við Morgunblaðið.

Víðtækar lokanir sem grípa þurfti til vegna sóttvarna á Covid-tímanum réðu því að mjög hægði á framleiðslu nýrra ökutækja – og hér heima héldu bílaleigurnar að sér höndum í innkaupum sínum.

Færri falir en oft áður

Á ári hverju hafa bílaleigur keypt þúsundir nýrra bíla sem eftir notkun í að jafnaði tvö sumur eru seldir aftur. Slíkt hefur í raun verið undirstaðan í framboði notaðra bíla á Íslandi. Nú eru færri slíkir falir en oft áður, einmitt þegar sóttvörnum hefur verið aflétt og margir eru á faraldsfæti. Niðurstaðan á bílamarkaði er því um margt óvenjuleg, eins og raunar á fleiri sviðum í viðskiptum um þessar mundir.

„Eftirspurnin er mikil og allir bílar sem við fáum á söluskrá fara fljótt. Gildir þá einu hvort við erum með smábíl sem fer á kannski 500 þúsund krónur eða jeppa sem leggur sig á 10 til 12 milljónir kr.,“ segir Gunnar Haraldsson sem er sölustjóri notaðra bíla hjá Öskju. Þar kemur alltaf inn talsvert af uppítökubílum vegna kaupa á nýjum bílum, og æ fleiri vilja nú færa sig yfir í rafknúin ökutæki. Talsverð bið er hins vegar eftir slíkum sem veldur hægagangi á markaði.

Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert