Verulegar líkur taldar á eldgosi

Frá Kleifarvatni í dag. Margir gikkskjálftar hafa átt upptök sín …
Frá Kleifarvatni í dag. Margir gikkskjálftar hafa átt upptök sín skammt vestur af vatninu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Niðurstöður aflögunarlíkana sem gerð voru í dag benda til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða í kringum 1 kílómetra undir yfirborðinu.

Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Nærri tvöfalt hraðara kvikuflæði en fyrir síðasta gos

Segir þar að kvikuinnflæðið sé nokkuð ört, en það er nálægt tvöfaldur hraði frá því sem var í aðdraganda fyrra goss í febrúar/mars í fyrra.

„Það virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni eins og staðan er núna en á seinasta ári var það einn af forboðunum fyrir eldgosið,“ segir í tilkynningunni.

„Innskotið nú er meðfram nyrðri huta kvikugangsins frá í fyrra og nær frá miðju gangsins hálfa leið að Keili. Líkurnar á því að það gjósi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa því aukist og eru taldar verulegar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert