Almannavarnir virkja neyðarstig

Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað vegna gossins.
Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað vegna gossins. mbl.is/Tómas Arnar

Ríkislögreglustjóri hefur virkjað neyðarstig almannavarna vegna gossins sem hafið er í Meradölum.

Innviðir eru ekki í hættu að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum en þær biðla jafnframt til fólks að fara ekki nærri gosupptökum, þar sem mikilvægt sé að halda svæðinu öruggu. 

Vísindamenn eru nú að störfum á svæðinu að meta stöðuna en nú rennur hraun í Meradali, skammt norðaustan gígsins sem gaus lengst úr í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert