Gasdreifingarspá vegna eldgossins virkjuð

Hér má sjá hvernig gasdreifingarspáin lítur út.
Hér má sjá hvernig gasdreifingarspáin lítur út. Kort/Veðurstofa Íslands

Búið er að virkja gasdreifingaspá fyrir eldgosið í Merardölum, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 

Hægt verður að nálgast bæði textaspá varðandi gasmengun vegna eldgossins við Fagradalsfjall og einnig spálíkan sem sýnir brennisteinsmengun í byggð 72 klukkutíma fram í tímann. 

Veðurstofan og almannavarnir hafa varað við ferðum að gosinu vegna gass sem getur safnast fyrir í lautum, hlíðum og á öðrum stöðum. 

Á síðu Veðurstofunnar verður hægt að nálgast leiðbeiningar fyrir þá sem vilja fara að gosstöðvunum. Þá verður einnig hægt að senda tilkynningar um gasmengun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert