Maður ökklabrotnaði við gosstöðvarnar

Staðurinn þar sem maðurinn brotnaði stuttu eftir að hann var …
Staðurinn þar sem maðurinn brotnaði stuttu eftir að hann var hífður upp og færður á sjúkrahús. mbl.is/Ari Páll

Ökklabrotinn maður var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálf tvö í nótt við gosststöðvarnar í Meradölum. 

Auk þess þurftu nokkrir aðrir ferðamenn aðstoð vegna smávægilegra meiðsla. Þetta segir í dagbók lögreglu.

Þar segir að talsvert hafi verið af fólki við eldstöðvarnar í gær og ferðamönnum hafi fjölgað um miðnætti.

„Eitthvað bar á því að leiðsögumenn með ferðamenn sýndu tilmælum viðbragsaðila lítinn skilning þegar vaðið var að stað með ferðamenn sem voru illa undir það búnir að leggja í erfiða göngu,“ segir í dagbók lögreglu.

Menn taki sig á

Lögreglan segir það áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna og fyrir þá sem í sjálfboðavinnu sinna öryggisgæslu á svæðinu. „Menn taki sig á.“

Lögreglan lokar svæðinu ef það þykir þörf á því og biðlar til göngumanna að taka tillit til leiðbeininga og fyrirmæla frá viðbragðsaðilum.

Að lokum segir í dagbókinni að gönguleiðin sé erfið og ekki fyrir alla. Utanvegaakstur er bannaður og göngufólk skuli fylgjast með gasmengun og heimasíðu almannavarna.

Þyrla landhelgisgæslunnar á slysstað. Maðurinn var hífður upp og tók …
Þyrla landhelgisgæslunnar á slysstað. Maðurinn var hífður upp og tók hún síðan af stað í átt að borginni. mbl.is/Ari Páll
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert