Þarf líklega ekki að rýma bæinn

Minni mengun hefur mælst en gert var ráð fyrir.
Minni mengun hefur mælst en gert var ráð fyrir. mbl.is/Hákon Pálsson

Minni gasmengun hefur mælst í Vog­um á Reykja­nesskag­an­um í kvöld en búið var að vara við. Frá klukk­an sex til tíu var bú­ist við á bil­inu 600 til 2.600 míkró­grömm­um af skaðlegu gasi á hvern rúm­metra af and­rúms­lofti.

Að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, mæla spárnar alltaf meiri mengun en í raun verður.

„Það hefur miklu minna mælst. Þessar spár sýna alltaf meira en verður,“ segir Böðvar í samtali við mbl.is.

Finna ekki fyrir menguninni

Um­sjón­ar­maður eigna hjá þjón­ustumiðstöð Voga sagði við mbl.is í dag að all­ar viðbragðsáætlan­ir væru fyr­ir hendi ef gasmeng­un yrði það mik­il að rýma þurfi bæ­inn. Þar sem gasmengunin er minni en búist var við er ekki útlit fyrir að grípa þurfi til þess.

Íbúar Voga sem mbl.is hefur rætt við segjast ekki hafa fundið fyrir gasmenguninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert