Strætó annar ekki eftirspurn vegna Gleðigöngunnar

Margir hafa ákveðið að fara í Strætó í dag.
Margir hafa ákveðið að fara í Strætó í dag. mbl.is/Hari

Mikil aðsókn hefur verið í Strætó í dag og hefur fyrirtækið ekki náð að anna eftirspurn. Engir auka vagnar voru nýttir í dag en nú er unnið að því að fá stærri vagna á leið.

„Staðan er svolítið erfið miðað við hvað það er mikil aðsókn í miðbæinn,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við mbl.is.

Eins og mbl.is hefur greint frá hófst Gleðigangan við Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og hefur fjöldi fólks lagt leið sína í miðbæinn í dag.

„Það er búið að vera svolítið bras, sérstaklega á ásnum og eitthvað aðeins á þristinum. Þeir hjá stjórnstöðinni okkar eru núna að reyna koma aðeins stærri bíl á leið,“ segir Guðmundur.

Mikið líf og fjör var í bænum í dag vegna …
Mikið líf og fjör var í bænum í dag vegna Gleðigöngunnar. mbl.is/Ásdís

Ekkert auka fjármagn

Engir auka bílar voru nýttir í dag en Guðmundur segir Strætó ekki hafa búist við svona mikilli aðsókn. Auk þess segir hann fjárhagsstöðu fyrirtækisins erfiða.

„Fjárhagstaða Strætó hefur verið svolítið erfið og það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að hafa aukamenn í dag því það er kostnaðarsamt. Það hefði þó eflaust verið gott svona eftir á að hyggja,“ segir Guðmundur og bætir við:

„Þetta er samt vand með farið því að ef að spáin er ekki góð þá myndi þetta ekki þurfa. Þetta ræðst mikið eftir veðri.“

Á Menningarnótt verður frítt í strætó og verða þá margir auka vagnar á ferð um bæinn. Að sögn Guðmundar hefur Strætó fengið auka fjármagn fyrir þeim degi, annað en fyrir daginn í dag.

mbl.is/Ásdís
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert