Mikil verðmæti glatast

Báturinn Jón forseti dreginn til hinstu hvílu sumarið 2020.
Báturinn Jón forseti dreginn til hinstu hvílu sumarið 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gríðarlegur fjöldi tréskipa og trébáta hefur týnt tölunni hérlendis á síðustu áratugum og er viðhaldi og varðveislu þeirra verulega ábótavant.

„Við erum eftirbátar annarra þjóða hvað þetta varðar. Þetta er saga okkar í hnotskurn, saga útgerðar hér við land. Það sem hélt lífinu í landanum hér lengi vel eru þessi gömlu þilskip.

Við erum með báta eins og Blátind, Fengsæl og Maríu Júlíu, sem var bæði hafrannsóknar- og björgunarskip fyrir vestan. Þessir bátar komnir á grafarbakkann ef ekkert verður að gert,“ segir Andrés Skúlason, formaður Fornminjanefndar.

Fornminjasjóður, sem er á vegum nefndarinnar, hafi á engan hátt getað sinnt ótal styrkbeiðnum gagnvart bátaarfinum vegna fjárskorts.

María Júlía var notuð í þorskastríðunum.
María Júlía var notuð í þorskastríðunum. Ljósmynd/Wikipedia

Fá eintök eftir

„Það eru raunverulega fá eintök eftir í landinu. Við erum bara í björgunaraðgerðum að koma þessum bátum í skjól og láta reyna á umræðuna,“ segir Andrés.

Telur hann og Minjastofnun hættu á að Ísland muni glata þeim ómetanlega menningararfi sem felst í slíkum munum, þar sem viðhald, varðveisla og endurgerð þeirra stendur illa. Fyrir liggja beiðnir um förgun á trébátum, sem segja má að séu síðustu eintök sinnar tegundar á landinu, hver um sig.

Minjastofnun hefur birt minnisblað um ástand bátaarfs Íslendinga. Telur stofnunin að auka þurfi skilning fjárveitingavaldsins á þessum málum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert