Tímamót í uppbyggingu nýs hluta miðbæjarins

Opnunin torgsins er einn af lokaþáttunum í hönnun nýja miðbæjarins.
Opnunin torgsins er einn af lokaþáttunum í hönnun nýja miðbæjarins. Ljósmynd/Reginn

Hafnartorg Gallery við Geirsgötu og Reykjastræti í Reykjavík verður opnað í dag, en opnunin torgsins er einn af lokaþáttunum í hönnun nýja miðbæjarins sem tengir Lækjartorg við hafnarsvæðið og Edition-hótelið á Austurbakka auk Hörpu.

„Við opnum í dag en svo verður formleg opnunarhátíð á fimmtudaginn í næstu viku fyrir menningarnótt. Þarna eru sex nýir veitingastaðir að taka til starfa svo alls eru ellefu fyrirtæki í rekstri og bætast við fjölda annarra rekstraraðila í eldri hluta Hafnartorgs,“ segir Finnur Bogi Hannesson, þróunarstjóri Hafnartorgs hjá Regin fasteignafélagi.

Hugmyndin er að búa til nýtt borgarhverfi og tengja höfnina við miðborgina og búa til vettvang fyrir skemmtilegt mannlíf í miðbænum.

Ekkert er til sparað í hönnun Hafnartorgs Gallery en Basalt Arkitektar eiga heiðurinn af innanhúshönnun Hafnartorgs Gallery.

Þau lögðu upp með það markmið að skapa opið fjölnota rými sem sem væri góður vettvangur fyrir skemmtilegar upplifanir og lífsgæði þar sem fólk gæti notið þess að staldra við milli þess sem það nyti menningar og alls þess sem miðbærinn hefur upp á að bjóða.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert