Regnbogafáninn rifinn niður við Hjallakirkju

Hjallakirkja í Kópavogi
Hjallakirkja í Kópavogi mbl.is/Jim Smart

Regnbogafáninn hefur verið rifinn niður við Hjallakirkju í Kópavogi.

Einungis eru nokkrir dagar síðan greint var frá því að táningar hefðu skorið á bönd níu fánastanga á Hellu, þar sem regn­boga­fán­ar voru við hún.

Sunna Dóra Möller, sóknar­prestur í Hjalla­kirkju, greinir frá því í viðtali við Fréttablaðið að er hún kom í kirkjuna í morgun hafi hún séð að fáninn hafði verið rifinn niður. 

Telur hún að aug­ljóst sé að um vilja­verk sé að ræða þar sem fáninn hafi verið allur rifinn og tættur. 

Sunna Dóra sagðist ætla að ræða við lögreglu um málið hið fyrsta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert