„Ég er heill á húfi!“

Einstakt og stórmerkilegt, sagði Guðni.
Einstakt og stórmerkilegt, sagði Guðni. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er heill á húfi!“ var það fyrsta sem Guðni Th. Jóhannesson sagði eftir fyrsta farþegaflugið með rafdrifinni flugvél á Íslandi á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Vélin er fyrsta 100% rafdrifna flugvélin á Íslandi, tveggja sæta og af gerðinni Pipistrel.

„Þetta var hvort tveggja einstakt og stórmerkilegt í samhengi íslenskrar flugsögu en um leið eins og hver önnur flugferð með flugvél af þessu tagi,“ segir Guðni.

Hann hafi verið í öruggum höndum Matth­íasi Svein­björns­sonar, stofnanda Rafmagnsflugs ehf., allt flugið.

Fyrsta rafmagnsflugvél flýgur með fyrirmenni
Fyrsta rafmagnsflugvél flýgur með fyrirmenni Árni Sæberg

Lítill munur en vélin hljóðlátari

„Skottúr yfir Vesturbæinn, síðan tókum við smá sveig yfir Álftanes og flugum svo aftur að vellinum. Lítill munur, að öðru leyti en því að þessi flugvél er mun hljóðlátari og hún er ekki með vél sem er knúin bensíni. Það er minni hristingur.“

Þá hélt Guðni erindi og fékk gesti til þess að hrópa fjórfalt húrra fyrir þessari nýju viðbót í íslenskan fluggeira sem markar upphafið að umhverfisvænni flugsamgöngum á næstu áratugum.

Icelandair, Landsbankinn og fleiri styðja Rafmagnsflug

Fjöldi manns var viðstaddur fyrsta farþegaflugið sem markar tímamót í flugsögu Íslands, þar á meðal Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sem lauk erindi sínu á orðunum „til hamingju Ísland“. 

Rafmagnsflug ehf. er á bak við framtakið en bakjarlar þess eru Icelandair, Isavia, Landsvirkjun, Hótel Rangá, Landsbankinn, Flugskólinn Geirfugl, Flugskóli Reykjavíkur, Flugakademía Íslands og þrír einstaklingar.

Félagið var upp­haf­lega stofnað af Matth­íasi Svein­björns­syni og Friðriki Páls­syni í árs­lok 2021 en þeir hafa unnið að því síðastliðin þrjú ár að fá raf­magns­flug­vél­ina til lands­ins.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/07/09/rafmagnsflugvelin_i_loftid_a_hellu_i_gaer/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert