Stjórnendafélögin skrifa undir kjarasamninga

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Tvö stjórnendafélaganna innan KÍ,  Félag stjórnenda leikskóla annars vegar og Skólastjórafélag Íslands hins vegar, hafa hvort um sig skrifað undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skrifað var undir samningana fyrr í dag.

Gildistími beggja samninga er frá 1. janúar á þessu ári til loka september 2023.

Í tilkynningu á vef Kennarasambandsins kemur fram að þrír kynningarfundir verði haldnir í næstu viku til að kynna félagsmönnum Skólastjórafélagsins samningana, en staður og stund fyrir kynningarfundi Félags stjórnenda í leikskóla. Þó er tekið fram að þeir verði einnig kynntir í fjarfundi.

Atkvæðagreiðsla vegna beggja samninganna hefst klukkan 9 að morgni miðvikudagsins 31. ágúst og mun standa til hádegis 5. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert