Verðbólgan hafi gert gríðarlega erfitt fyrir

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er alltaf ánægjulegt að sjá þegar verðbólgan fer niður. Vonandi er þetta það sem koma skal,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is. 

Greint var frá því í morgun að mælingar hagstofu benda til þess að verðbólga sé tekin að lækka hér á landi, þvert á nýútkoma spá seðlabankans og greiningadeilda viðskiptabankanna.

Vilhjálmur segir alveg ljóst að vaxandi verðbólga undanfarin misseri hafi gert verkalýðshreyfingunni erfitt fyrir og hefði gert „gríðarlega erfitt fyrir við komandi kjarasamninga“.

Mæta þurfi skerðingu ráðstöfunartekna

„Það er alveg ljóst að frekari kostnaðarhækkanir og skerðingar á ráðstöfunartekjum okkar félagsmanna kallar ekki á nema eitt; að við þurfum að mæta því. Mæta því með annað hvort launahækkunum eða að við sjáum hér vexti fara að lækka aftur,“ segir Vilhjálmur. 

Hann segir að fjölmög dæmi séu á meðal félagsmanna sinna um auka greiðslubyrgði frá þrjátíu þúsund krónum á mánuði að hundrað og tíu- eða tuttuguþúsund krónur. „Þetta eru dæmi sem við höfum séð. Þetta þýðir á mannamáli að allar launahækkanir sem við náðum fram í síðasta samningi eru farnar hjá þessu fólki.“

Danir að rífa harkalega í handbremsuna

Þá bendir Vilhjálmur á áhrif verðbólgu á greiðslubyrgði fólks á leigumarkaði. „Langflestir leigusamningar eru vísitölutryggðir. Það er rétt að vekja sérstaklega athygli á því að Danir eru að rífa harkalega í handbremsuna hvað þetta varðar og munu klára löggjöf um leigubremsu á næstu dögum – þar sem leigusölum verður óheimilt að hækka leigu umfram fjögur prósent í einu. Að sjálfsögðu eiga íslensk stjórnvöld að huga að þessum hópi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert