Sex hundruð tölvur í handfarangri

„Þetta er langskemmtilegasta verkefnið sem ég hef nokkru sinni fengið …
„Þetta er langskemmtilegasta verkefnið sem ég hef nokkru sinni fengið upp í hendurnar,“ segir tölfræðingurinn Gunnar Stefánsson sem hefur unnið mikið starf við að efla menntun ungmenna, hér heima og í Afríku. mbl.is/Ásdís

Gunnar fór í fyrsta sinn til Kenía 2014 en það var árið 2016 sem fyrsta verkefnið var sett í gang.

„Við kennum kennurunum hvernig á að nota kerfið og þeir sjá svo um sína nemendur áfram. Krökkunum þarna, sem voru um fjórtán, fimmtán ára, fannst þetta æðislegt. Þau höfðu aldrei haldið á spjaldtölvu áður, ekki árið 2016,“ segir hann og segir þau hafa nýtt sér alls kyns upplýsingar á Wikipediu, auk þess að leysa stærðfræðidæmi.

Fátæk ungmenni í Kenía vinna saman á spjaldtölvurnar sem Gunnar …
Fátæk ungmenni í Kenía vinna saman á spjaldtölvurnar sem Gunnar kom með í ferðatösku.

„Verkefnið heitir Education in a suitcase, eða Menntun í ferðatösku, af því við fórum alltaf með spjaldtölvurnar í ferðatöskum,“ segir hann og hlær þegar hann er spurður hvað hann hafi eiginlega ferjað margar spjaldtölvur í töskum á milli landanna.

„Ég fór örugglega út með fimm til sex hundruð spjaldtölvur.“ 

Ítarlegt viðtal er við Gunnar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert