Fluttu 11 tonn af grjóti

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Áhöfnin á varðskipinu Þór flutti í morgun 16 bretti af grjótskífum í landi á Grímsey. Alls er um 11 tonn af grjóti að ræða sem notað verður vegna byggingar á nýrri kirkju í eynni.

Þegar varðskipið var við eyjuna í morgun var svarta þoka og lítið skyggni en þrátt fyrir það gekk vel að ferja brettin í land, segir í færslu sem Gæslan birti á Facebook.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Þau voru hífð um borð í léttbát Þórs og siglt með þau í Grímseyjarhöfn þar sem byggingaraðilar tóku við þeim. Fyrr í sumar flutti áhöfn Þórs byggingarefni í eyjuna en þá flutti skipið sex tonn af timbri og grjót í Grímsey. Okkur þykir ánægjulegt að geta aðstoðað við framkvæmdir á nyrsta kirkjubóli landsins þegar varðskipin eru við eftirlit á svæðinu,“ segir Landhelgisgæslan.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert