Barn gleypti trjákurl og var nærri kafnað

Innan um voru hættulegir viðarkurlsbitar.
Innan um voru hættulegir viðarkurlsbitar. Ljósmynd/Eyrarskjól

Lítið barn var næstum kafnað á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði í sumar þegar það setti trjákurl upp í sig og búturinn stóð í því. Sem betur fer sá kennari atvikið og brást við.

„...það gekk ekki að losa kurlið úr hálsi barnsins fyrr en það ældi við átökin við að reyna að ná andanum og losa sig við það“ segir í bréfi aðstoðarleikskólastjóra skólans til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. „Við stjórnendur leikskólans og annað starfsfólk höfum ekki losnað við lamandi tilfinninguna: „hvað ef“, „hvað ef barnið hefði ælt og kurlið ekki losnað? Hvað ef barnið hefði kafnað í höndum starfsfólksins? Hvað ef......?,“ segir í bréfinu.

Trjákurl var sett sem fallvörn á afmarkaðri ungbarnalóð og á stóru lóð leikskólans þegar lóðin var endurbætt í fyrra. Stjórnendur leikskólans gerðu athugasemd þegar þeir sáu trjákurlið og leist illa á efniviðinn. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert