Tafir á flugi frá Keflavíkurflugvelli

Fjórar vélar urðu að lenda annars staðar í morgun vegna …
Fjórar vélar urðu að lenda annars staðar í morgun vegna veðurskilyrða. AFP/Alexander Klein

Fjórar vélar sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í morgun urðu að lenda á öðrum flugvöllum vegna veðuraðstæðna. Þessar aðstæður sköpuðust á vellinum á milli 8 og 9 í morgun og ollu einhverjum töfum á flugi frá vellinum.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við mbl.is að skyggni hafi verið óvenju lágt sem torveldaði flugumferð og hafi gert það að verkum að erfitt hafi verið að lenda.

 „Tvær vélar hjá Easy Jet, ein frá United Airlines og ein DHL flutningavél lentu á öðrum völlum. Aðrar vélar hringsóluðu í smá tíma, biðu og lentu síðan þegar aðstæður voru orðnar betri. Þetta þýddi að það urðu einhverjar tafir á flugi út frá vellinum út af þessum aðstæðum. Þetta varir þarna í skamman tíma á milli 8 og 9 og það er mat flugstjóranna að fara annað,“ segir Guðjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert