Beint: Ráðstefna um þátttöku barna

Ráðstefnan fer fram á vegum UNICEF.
Ráðstefnan fer fram á vegum UNICEF. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Tækifæri til áhrifa – ráðstefna um þátttöku barna“ nefnist ráðstefna sem hefst klukkan 11.30 í dag á vegum UNICEF á Íslandi.

Aðalræðumaður ráðstefnunnar er Marie Wernham, einn fremsti sérfræðingur heims í réttindum barna.

Á ráðstefnunni verður fjallað um tækifærin sem börn hafa til áhrifa í samfélaginu, um jafnræði og inngildingu, starf sveitarfélaga, ungmennaráð, grunn- og leikskólastigið, ásamt frístundavettvanginum, að því er segir í tilkynningu. 

Ráðstefnan er ætluð þeim sem starfa með börnum, svo sem kennurum, starfsfólki í skólum, frístundum, íþróttum, félagsmiðstöðvum og einnig er hún fyrir aðila innan stjórnsýslunnar sem taka ákvarðanir er varða börn. Sömuleiðis er ráðstefnan ætluð áhugafólki um réttindi barna og þátttöku þeirra.

Hér má fylgjast með beinu streymi frá ráðstefnunni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert