Hljóp yfir landið á tíu dögum

Leið Bladdeley frá suðri til norðurs.
Leið Bladdeley frá suðri til norðurs. Skjáskot

Englendingurinn Glen Baddeley hljóp í upphafi mánaðar frá nyrsta tanga meginlands Íslands til þess syðsta á 10 dögum. Ætlun hans var að styðja gott málefni ásamt því að komast í heimsmetabók Guinness.

För Baddeley hófst við Hraunhafnartangavita og tíu dögum, ellefu klukkustundum og 26 mínútum síðar, sunnudaginn 11. september, var hann kominn að Dyrhólaeyjarvita og hlaupinu lokið.

Skjótasti einfarinn

Með þessu telur Bladdeley sig hafa sett heimsmet en atraunin var merkt af Guinness sem tilraun til þess. Að hans sögn varð hann með þessari atraun sá fljótasti sem fer þessa leið einn en að áður hafi par farið sömu leið hraðar.

„Kosturinn við það er sá að þau geta varið hvort annað fyrir veðráttunni,“ hefur fréttastofa BBC eftir manninum.

Baddeley starfar fyrir matvælaframleiðandann 2 Sisters Food Group og safnaði með hlaupinu fé fyrir góðgerðarstofnun fyrirtækisins, The Boparan Charitable Trust. Ágóði söfnunarinnar rennur til barna með fötlun, sjúkdóma og þeirra sem búa við þröngan kost.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert