Geti hætt að setja póstinn í bréfalúgur í hverju húsi

Kassasamstæður gætu komið í stað útburðar í hvert hús.
Kassasamstæður gætu komið í stað útburðar í hvert hús. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lagt er til í frumvarpsdrögum innviðaráðuneytisins um póstþjónustu að heimildir til að nýta bréfakassasamstæður við dreifingu pósts verði rýmkaðar til muna. Verði það lögfest verður hægt að hætta að bera út póst í hverja bréfalúgu í einstaka götum eða hverfum, t.d. á Reykjavíkursvæðinu eða stærri þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, og setja hann í staðinn í bréfakassasamstæður í nágrenninu.

Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og segir í skýringum að þetta hafi „umtalsverða kosti í för með sér en ætla má að bréf muni á endanum heyra sögunni til nema það komist í tísku að senda bréf á ný,“ segir þar.

Bent er á niðurstöður könnunar sem innviðaráðuneytið lét gera í mars síðastliðnum að tilstuðlan starfshóps um póstmálefni þar sem í ljós kom að 82,5% svarenda væru ánægð með að fá pakka í póstbox.

Í frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar á lögum um póstþjónustu sem fela í sér innleiðingu á framkvæmdarreglugerð ESB og heimild fyrir aukinni notkun bréfakassasamstæðna o.fl. Umrætt ákvæði sé fyrst og fremst hugsað fyrir þéttbýli á landsbyggðinni eða í hinum dreifðari byggðum til að minnka kostnað við alþjónustu. „Þannig þyrfti pósturinn aðeins að stoppa á einum stað í stað þess að keyra við í hverju húsi og setja bréf inn um bréfalúgu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert