Gerir „fastlega“ ráð fyrir því að málið verði rætt

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands mun funda á miðvikudag.
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands mun funda á miðvikudag. mbl.is/Þórður

Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands (SÍ), gerir fastlega ráð fyrir því að stjórn hljómsveitarinnar muni ræða mál Árna Heimis Ingólfssonar, fyrr­ver­andi tón­list­ar­stjóra, á fundi sínum á miðvikudag. Ríkisútvarpið greinir frá.

Á fimmtudaginn greindi Bjarni Frí­mann Bjarna­son tón­list­armaður frá því að Árni hefði brotið á sér kyn­ferðis­lega. 

Segist hann hafa greint stjórn­end­um hljóm­sveit­ar­inn­ar frá brot­inu en að mál­inu hafi verið stungið und­ir stól. 

Lára Sól­ey Jó­hanns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands, seg­ir að hljóm­sveit­in hafi tekið mál al­var­lega þegar það kom fyrst inn á borð stjórn­enda. Hún hefur þó sagt tilefni til að taka málið upp að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert