Sluppu úr brennandi bifreið

Eldur kviknaði í díselbifreið á þjóðvegi eitt, rétt vestan við Blönduós síðdegis í gær. Slökkvilið Brunavarna Austur-Húnvetninga (BAH) var kallað út á fimmta tímanum sama dag.

Fjögurra manna fjölskylda var í bifreiðinni en engan sakaði, að því er fram kemur í færslu BAH á Facebook.

Bifreiðin eyðilagðist við eldsvoðann og sinnti slökkviliðið upphreinsun á vettvangi áður en bifreiðin var dregin þaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert