„Ég er bara hissa“

Ólöf Helga Adolfsdóttir á þingi ASÍ í dag.
Ólöf Helga Adolfsdóttir á þingi ASÍ í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er bara hissa, ég er ekki komin lengra,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar og frambjóðandi til forseta ASÍ, innt eftir viðbrögðum við tíðindum dagsins á þingi ASÍ.

Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa öll dregið framboð sín til baka í forystu ASÍ og Hörður Guðbrandsson hefur dregið framboð sitt til miðstjórnar til baka.

Veit ekki hvað gerði útslagið

Ólöf Helga segist ekki vita hvort félög þeirra þremenninga muni segja sig úr ASÍ, það sé í höndum félaganna. 

„Þingið heldur bara áfram á morgun. Ég vona að við höldum bara áfram þeirri mikilvægu málefnavinnu sem við vorum að vinna í dag,“ segir Ólöf Helga spurð hvernig framhald þingsins verði. Hún kveðst ekki geta sagt til um hvað hafi gert útslagið fyrir þau sem drógu framboð sín til baka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert