Lét mig hafa kaldan sjó

Anna María sést hér í hlutverki Sólrúnar sýslumannsfrúar, en hún …
Anna María sést hér í hlutverki Sólrúnar sýslumannsfrúar, en hún fór í permanent fyrir hlutverkið. Ljósmynd/Hlynur Snær Andrason

„Elfar bað mig um að koma í prufu, en ég var auðvitað búin að lifa með verkinu lengi og þekkti karakterana vel,“ segir skartgripahönnuðurinn og áhugaleikkonan Anna María, eiginkona Elfars sem leikur hlutverk Sólrúnar sýslumannsfrúar í myndinni.

Hvernig var að leika undir stjórn Elfars? 

„Ég treysti honum. Ég fékk líka mikinn stuðning frá Þorsteini Bachmann. Svo er það góða við kvikmyndir að það er alltaf hægt að taka upp aftur. Það hjálpar,“ segir Anna María og segist hafa undirbúið sig fyrir hlutverkið með því að skapa eigin heim utan um Sólrúnu. Einnig þurfti hún að synda í köldum sjónum í myndinni, nokkuð sem hún hafði ekki áður gert.

„Ég var mikil kuldaskræfa en bara dreif mig af stað, byrjaði að fara í kalda pottinn í sundlaugunum og þaðan í sjósund í Nauthólsvíkinni. Ég hef alltaf elskað að fara í sjóinn erlendis en ekki í svona kaldan sjó. Ég varð bara að láta mig hafa það,” segir hún og hlær.

Hjónin eru samrýnd og segir Anna María að vel hafi …
Hjónin eru samrýnd og segir Anna María að vel hafi gengið að vinna undir leikstjórn mannsins síns Elfars Aðalsteins. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Það er auðvitað ákveðin opinberun að standa fyrir framan kameruna og ég þurfti að stíga langt út fyrir þægindaramman. En tíminn með Sólrúnu var skemmtilegt og gefandi ferðalag."

Nánar má lesa um Önnu Maríu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kom út um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert