Lést eftir vanrækslu og oflyfjun

Hjúkrunarheimilið kærði úrskurð embættis landlæknis en hann hefur nú verið …
Hjúkrunarheimilið kærði úrskurð embættis landlæknis en hann hefur nú verið staðfestur. mbl.is/Hari

Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest álit embættis landlæknis, þess efnis að hjúkrunarheimili hafi gert alvarleg mistök og sýnt af sér vanrækslu við umönnun manns, áður og eftir að hann féll.

Lést hann fimm dögum síðar og kærðu aðstandendur hjúkrunarheimilið til landlæknis.

Aðstandendur byggðu á því að alvarleg vanræksla hefði orðið eftir að maðurinn hefði fallið í nóvember 2017. Hann hafi ekki verið fluttur á bráðamóttöku Landspítala heldur legið sárkvalinn í tvo sólarhringa áður en hann hafi verið fluttur, að kröfu aðstandenda, á spítala mánuði síðar. Kom þá í ljós að hann hafi verið mjaðmagrindarbrotinn og lést hann í kjölfar slyssins. 

Ofskömmtun lyfja og brugðust ekki við fallinu

Hjúkrunarheimilið sýndi af sér vanrækslu varðandi lyfjagjöf, framkvæmdi endurtekna ólöglega lyfjaþvingun og vangreint lærleggsbrot, að því er fram kemur í úrskurði embættis lándlæknis. Var þá talið að vakthafandi lækni hafi mistekist að greina lærleggsbrot í kjölfar fallsins.

Þá gerði embættið alvarlega athugasemd við það að hjúkrunarheimilið hafi ekki tilkynnt fall mannsins til embættisins án tafar líkt og gildir um óvænt atvik, á grundvelli 10. gr. laga um landlækni og lýðheilsu.

Aukalyfjaskammtar höfðu endurtekið verið gefnir án fyrirmæla þrátt fyrir ábendingar um oflyfjun.

Var álitið gefið út í október 2021 og kærði hjúkrunarheimilið málsmeðferð hans og kröfðust þess að málið yrði tekið upp hjá embætti landlæknis á ný. Var þeirri kröfu hafnað og þótti ekki tilefni til að ómerkja álitið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert