Sprunga á Grímsfjalli „sem étur bíla léttilega“

Hér sést stærð sprungunnar samanborið við stærð bílsins.
Hér sést stærð sprungunnar samanborið við stærð bílsins. Ljósmynd/ Andri Gunnarsson

Stór sprunga hefur opnast miðja vegu á leið austur upp á Grímsfjall. Um er að ræða „gímald sem étur bíla léttilega“, að því er fram kemur í lýsingum Andra Gunnarssonar sem birti myndir af sprungunni á Facebook síðu sinni. 

Sprungan er milli aksturspunkta sem gjarnan nefnast A1 og A2. Ráðlegt væri fyrir ferðalanga að aka aðeins sunnan við hefðbundna leið upp úr affallinu. 

Erfitt getur reynst að koma auga á sprunguna þar sem skafl er skafinn ofan við hana. 

Þá kveðst Andri einnig hafa merkt fjórar minni sprungur á leiðinni, sem séu nýjar af nálinni. 

Hnitin á gatinu eru:

Lat: 64° 24' 13,476" N

Lon: 17° 13' 57,282" W

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert