Fjársvelt frá upphafi

Forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, hefur miklar áhyggjur af …
Forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, hefur miklar áhyggjur af menningararfinum en hún segir vanta mikið fé til að sinna íslensku kvikmyndaefni og koma því á stafrænt form. mbl.is/Ásdís

Í gömlu frystihúsi sem eitt sinn hýsti fiskvinnsluskóla eru verðmæti íslenskrar kvikmyndasögu varðveitt til framtíðar. Forstöðumaðurinn, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, tók á móti blaðamanni og sýndi honum húsakynnin, ræddi um hlutverk safnsins og lét í ljós áhyggjur sínar af framtíð safnsins sem þarfnast fjármagns.

„Hér er frábært starfsfólk, en það er mikið að gera og margt sem bíður, í raun þyrftu að vera hér 16 manns til að sinna því sem þarf að gera,“ segir Þóra og sýnir blaðamanni filmuþvottavél, skanna og gamlar kvikmynda- og sýningarvélar sem nú eru úreltar.

Huga þarf að varðveislu

„Nú erum við að vinna að því að setja allt stafrænt efni safnsins á langtímavarðveisluform og tryggja afritun og viðhald efnisins. Það þarf sífellt að huga að varðveisluformum, það er að segja hvernig á að geyma efnið svo það sé áfram aðgengilegt. Nútímatækni er svo hröð að það þarf að huga að jafnvel nýjum varðveisluformum á tíu ára fresti. Megnið af efni safnsins er enn á hliðrænu formi; á filmum eða spólum sem eru úreltar. Við höfum gert stafvæðingaráætlun fyrir allan safnkostinn, þannig að eftir tíu ár verði allt efni safnsins aðgengilegt á rafrænu formi. Hins vegar skortir innspýtingu fjármagns til að hægt sé að byrja af einhverju viti. Kvikmyndasafnið hefur því miður verið fjársvelt alveg frá upphafi,“ segir hún og segir að þegar kvikmyndastefna 2020-2030 kom fram hafi safninu verið úthlutað fjörutíu milljónum á ári í þrjú ár, til 2023, til að byggja upp starfsemina.

Ítarlegt viðtal er við Þóru í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert