Skattahlutfallið lækkaði á milli ára

Hlutfall skatta af þjóðartekjum lækkaði hér á landi öfugt það …
Hlutfall skatta af þjóðartekjum lækkaði hér á landi öfugt það sem gerðist á Evrusvæðinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ísland er eitt af einungis sex þjóðum EES þar sem hlutfall skatta af vergum þjóðartekjum lækkaði á milli árana 2020 og 2021. Hlutfallið lækkaði um 1 prósentustig, úr 36,1% og í 35,1% hér á landi.

Innan Evrópska efnahagssvæðisins hækkaði hlutfallið að meðaltali um hálft prósentustig. Þetta kemur fram í samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Mesta lækkunin í Ungverjalandi

Í samtantekninni kemur einnig fram að hlutfallið sé hæst í Danmörku, 48,8%. Þar á eftir koma Frakkland, Belgía, Austurríki, Ítalía og Svíþjóð.

Skörpust var hlutfallslækkunin í Ungverjalandi þar sem hlutfallið lækkaði um rúm tvö prósentustig. Mesta hækkunin var í Noregi þar sem hlutfallið fór upp um tæpa þrjá hundraðshluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert